Læknar rokka og poppa 1. maí 2010 15:00 Þónokkrir læknar hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands um þessar mundir, Diktu, er læknir og útskrifaðist sem slíkur 2008. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lækningum og tónlist því faðir hans, Haukur Heiðar Ingólfsson, er líka læknir og tónlistarmaður, spilaði mikið með Ómari Ragnarssyni á árum áður og inn á fjölda hljómplatna. „Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið," sagði Haukur í viðtali við Læknablaðið fyrir skemmstu. En þeir feðgar eru ekki einu læknarnir sem hafa lagt stund á tónlistina. Heimir Sindrason hefur samið ófá lög í Eurovision-keppnir, gefið út plötur og var meðal annars liðsmaður dúettsins Heimir og Jónas. Hans þekktasta lag er sennilega hinn sígildi slagari Hótel Jörð sem Heimir samdi við samnefnt ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lýður Árnason. Lýður Árnason var lengi vel læknir á Flateyri en hann er einnig einn af stofnendum hljómsveitarinnar Grjóthruns ásamt Grími Atlasyni, fráfarandi sveitarstjóra í Dalabyggð.Ragnar Danielsen, einn fremsti hjartalæknir þjóðarinnar, var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Ragnar er enn mikill áhugamaður um tónlist og hefur að sögn vina og vandamanna ekki sungið sitt síðasta á því sviði.Haukur í Diktu.Hljómsveitin Tatarar sló eftirminnilega í gegn á hátindi blómatímabilsins á Íslandi. Tveir liðsmanna sveitarinnar hafa frá því að tónlistarferlinum lauk snúið sér að störfum innan heilbrigðisgeirans en trommari sveitarinnar, Magnús Magnússon, er sálfræðingur. Söngvari Tatara var hins vegar Stefán Eggertsson læknir. Hann er þó eflaust þekktastur í dag meðal handboltakappa fyrir að vera faðir Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.Eva Ásrún Albertsdóttir.Þá er ónefnd Eva Ásrún Albertsdóttir, sem gerði það gott á árum áður í poppinu og margir Íslendingar þekkja úr Eurovision-keppnum, en hún er ljósmóðir.Ekki má heldur gleyma Páli Torfa Önundarsyni lækni, sem hefur spilað á gítar með Diabolus in Musica og Six-pack Latino. Þá er ónefndur í þessari upptalningu nýjasti popp-læknirinn, Helgi Júlíus Óskarsson, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands um þessar mundir, Diktu, er læknir og útskrifaðist sem slíkur 2008. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lækningum og tónlist því faðir hans, Haukur Heiðar Ingólfsson, er líka læknir og tónlistarmaður, spilaði mikið með Ómari Ragnarssyni á árum áður og inn á fjölda hljómplatna. „Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið," sagði Haukur í viðtali við Læknablaðið fyrir skemmstu. En þeir feðgar eru ekki einu læknarnir sem hafa lagt stund á tónlistina. Heimir Sindrason hefur samið ófá lög í Eurovision-keppnir, gefið út plötur og var meðal annars liðsmaður dúettsins Heimir og Jónas. Hans þekktasta lag er sennilega hinn sígildi slagari Hótel Jörð sem Heimir samdi við samnefnt ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lýður Árnason. Lýður Árnason var lengi vel læknir á Flateyri en hann er einnig einn af stofnendum hljómsveitarinnar Grjóthruns ásamt Grími Atlasyni, fráfarandi sveitarstjóra í Dalabyggð.Ragnar Danielsen, einn fremsti hjartalæknir þjóðarinnar, var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Ragnar er enn mikill áhugamaður um tónlist og hefur að sögn vina og vandamanna ekki sungið sitt síðasta á því sviði.Haukur í Diktu.Hljómsveitin Tatarar sló eftirminnilega í gegn á hátindi blómatímabilsins á Íslandi. Tveir liðsmanna sveitarinnar hafa frá því að tónlistarferlinum lauk snúið sér að störfum innan heilbrigðisgeirans en trommari sveitarinnar, Magnús Magnússon, er sálfræðingur. Söngvari Tatara var hins vegar Stefán Eggertsson læknir. Hann er þó eflaust þekktastur í dag meðal handboltakappa fyrir að vera faðir Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.Eva Ásrún Albertsdóttir.Þá er ónefnd Eva Ásrún Albertsdóttir, sem gerði það gott á árum áður í poppinu og margir Íslendingar þekkja úr Eurovision-keppnum, en hún er ljósmóðir.Ekki má heldur gleyma Páli Torfa Önundarsyni lækni, sem hefur spilað á gítar með Diabolus in Musica og Six-pack Latino. Þá er ónefndur í þessari upptalningu nýjasti popp-læknirinn, Helgi Júlíus Óskarsson, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira