Erlent

Dagar Silvio Berlusconi í pólitík virðast brátt taldir

Dagar Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu í pólitík virðast brátt taldir.

Samkvæmt nýjum úrskurði áfrýjunardómstóls í Palermo á Sikiley þykir sannað að Silvio Berlusconi hafði töluverð samskipti við mafíuna á Sikiley. Þetta gerðist á meðan hann var að byggja upp kaupsýsluveldi sitt fram að þeim tíma er hann varð fyrst forstæisráðherra Ítalíu árið 1994.

Dómstóllinn var að kveða upp dóm yfir öldungardeildarþingmanninum Marcello Dell´Utri en sá var í nánum tengslum við mafíuna svo áratugum skipti. Marcello var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir spillingu og brot í opinberum störfum.

Í dóminum er því slegið föstu að Marcello hafi verið tengiliður mafíunnar við Silvio Berlusconi en þeir tveir eru gamlir pólitískir samherjar frá því að þeir stofnuðu stjórnmálaflokkin Forza Italia upp úr 1990.

Vantrausttilaga verður lögð fram gegn stjórn Berlusconi á ítalska þinginu í næsta mánuði. Ekki er búist við að stjórnin lifi þá tillögu af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×