IFK Gautaborg og GAIS gerðu bæði jafntefli í sínum leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Ragnar Sigurðsson og Theódór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Gautaborgar er liðið gerði jafntefli við Elfsborg á útivelli, 1-1. Theódór Elmar var skipt af velli á 85. mínútu. Hjálmar Jónsson var á bekknum hjá IFK.
Þá voru Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson í byrjunarliði GAIS sem gerði 1-1 jafntefli við Halmstad. Hallgrími var skipt af velli undir lok leiksins.
IFK er í fimmta sæti deildarinnar með 35 stig, sautján stigum á eftir toppliðum Malmö og Helsingborg. GAIS er í ellefta sæti deildarinnar með 26 stig en aðeins þrjú stig skilja að neðstu sex lið deildarinnar.