Þóra B. Helgadóttir og félagar í LdB FC Malmö unnu í dag 3-0 sigur á botnliði AIK í sænsku úrvalsdeildinni í gær.
Malmö tryggði sér sænska meistaratitilinn um síðustu helgi og höfðu því að litlu að keppa í dag. AIK féll hins vegar úr deildinni í dag.
Þóra stóð að venju í marki Malmö en Dóra Stefánsdóttir hefur verið frá vegna meiðsla allt tímabilið.
Þá var Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu hjá Djurgården sem tapaði á heimavelli fyrir Sunnanå, 2-1. Djurgården er í níunda sæti deildarinnar með átján stig.

