Viðskipti erlent

Vísbendingar um olíu við Grænland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grænfriðungar eru uggandi vegna BP slyssins í Mexíkóflóa. Mynd/ afp.
Grænfriðungar eru uggandi vegna BP slyssins í Mexíkóflóa. Mynd/ afp.
Skoska olíufélagið Cairn Energy hefur uppgötvað gas í Baffinflóa við strendur Grænlands sem gæti þýtt að þar væri olíu að finna. BBC fréttastofan segir að umhverfisverndasinnar séu uggandi yfir þessum tíðindum og minni á öll ósköpin sem hafi gengið á vestanhafs vegna olíulekans í Mexíkóflóa. Grænfriðungar hafa sent mótmælaskip til Baffinflóa vegna þessa. Olíuboranir halda samt áfram frammá haustið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×