Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason var hetja SönderjyskE í danska boltanum í dag er hann skoraði eina mark leiks SönderjyskE og Esbjerg.
Sigurmark Ólafs Inga kom á 59. mínútu en Ólafur Ingi fékk líka að líta gula spjaldið í leiknum.
Sölvi Geir Ottesen var einnig í byrjunarliði SönderjyskE í dag sem er í níunda sæti af tólf liðum í dönsku deildinni.
Jónas Guðni Sævarsson var í byrjunarliði Halmstad sem tapaði fyrir Hacken, 1-2, í sænska boltanum í dag.
Halmstad í 11. sæti deildarinnar eftir tólf umferðir.