Innlent

Eyjafjallajökull: Millilandaflug um Akureyri - háloftaumferð yfir Skagafirði

Þröstur Friðfinnsson sendi þessa mynd sem sýnir vel umferðina í Skagafirðinum í dag.
Þröstur Friðfinnsson sendi þessa mynd sem sýnir vel umferðina í Skagafirðinum í dag.

Allt millilandaflug fer um Akureyrarflugvöll í dag þar sem Keflavíkurflugvöllur er enn lokaður vegna ösku. Fimm vélar fara með farþega Icelandair til Glasgow í dag þaðan sem þeir verða ferjaðir áfram. Fyrsta Glasgow flugið frá Akureyri er þegar farið. IcelandExpress flýgur einnig í dag frá Akureyri bæði til London og Kaupmannahafnar.

Flugfélögin sáu farþegum fyrir rútuferðum norður. Um tugur sjálfboðaliða frá Rauða krossinum á Akureyri bauð fólkinu svo upp á samlokur, kaffi og gosdrykki þegar komið var í flugstöðina og félagar í Björgunarsveitinni Súlum aðstoðuðu starfsfólk Akureyrarflugvallar og Isavia við skipulag.

Raskanir hafa einnig orðið á flugi í Evrópu. Sex flugvöllum í Skotlandi hefur verið lokað fram á hádegi og á Ítalíu hefur flugvöllum í Mílanó, Písa og Flórens einnig verið lokað. Loks hefur 20 flugferðum frá Nice í frakklandi verið aflýst.

Á spáni eru þessi mál hins vegar að komast í jafrnvægi. Þar var 19 flugvöllum lokað í gær vegna öskunnar en þeir eru hægt og rólega byrjaði að opna aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×