Fótbolti

Messi, Higuain og Tevez í framlínu Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Argentínumenn búast við miklu af goðinu sínu.
Argentínumenn búast við miklu af goðinu sínu. Mynd/AP
Diego Maradona, þjálfari Argentínu, er búinn að velja byrjunarliðið sitt á móti Nígeríu en leikur liðanna hefst eftir tæpar tuttugu mínútur. Maradona kemur ekki mikið á óvart í vali sínu.

Lionel Messi hjá Barcelona, Gonzalo Higuain hjá Real Madrid og Carlos Tevez hjá Manchester City eru fremstu menn hjá Maradona í leiknum en Diego Milito og Sergio Agüero sitja hinsvegar á bekknum.

Juan Sebastián Verón og Javier Mascherano eru saman á miðjunni og með þeim er hinn stórefnilegi Ángel Di María frá Benfica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×