Mikilvægt fyrir Ferrari að sigra fljótlega 7. júlí 2010 13:07 Stefano Domenicali með ökumenn sína sér við hlið, þá Fernando Alonso og Felipe Massa þegar Ferrari fagnaði 800 mótinu í Formúlu 1 í Istanbúl. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira