Innlent

Lokaumræða um fjárlögin hafin: Spennandi atkvæðagreiðsla

Beðið er í ofvæni eftir því hvernig Lilja Mósesdóttir greiðir atkvæði við afgreiðslu fjárlaga eftir þriðju umræðu
Beðið er í ofvæni eftir því hvernig Lilja Mósesdóttir greiðir atkvæði við afgreiðslu fjárlaga eftir þriðju umræðu
Fjárlög næsta árs komu til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Við afgreiðslu þeirra kemur í ljós hvort frumvarpið nýtur stuðnings allra þingmanna stjórnarflokkanna en Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður viðskiptanefndar, sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlögin eftir aðra umræðu.

Þá vakti athygli að Ásmundur Einar Daðason, flokksbróðir hennar og fulltrúi í fjárlaganefnd, sat ekki fund nefndarinnar í gærkvöldi þegar frumvarpið var afgreitt þaðan.

Þau gagnrýndu bæði fjárlagafrumvarpið á flokksráðsfundi Vinstri grænna fyrir nokkrum vikum. Ef þau og jafnvel fleiri þingmenn Vinstri grænna styðja ekki fjárlagafrumvarpið getur það haft áhrif á stjórnarsamstarfið.

Töluverðar breytingar hafa orðið á frumvarpinu frá annarri umræðu og munu útgjöld aukast um 9 milljarða, aðallega vegna hækkunar vaxtabóta frá fyrri tillögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×