Fótbolti

Spilaði í treyju númer 100 í hundraðasta landsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Mokoena í hundraðasta landsleiknum.
Aaron Mokoena í hundraðasta landsleiknum. Mynd/AFP
Aaron Mokoena, fyrirliði Suður-Afríku, hélt upp á hundraðasta landsleikinn sinn með því að spila í treyju númer 100 og leiða sína menn til 5-0 stórsigurs á Gvatemala í  undirbúningsleik liðsins fyrir HM í gær.

Mokoena varð fyrsti leikmaður Suður-Afríku frá upphafi sem nær því að spila hundrað landsleiki. „Allir þessir hundrað leikir hafa skipt mig miklu máli og ég hef notið þess að spila þá alla," sagði Mokoena.

Katlego Mphela skoraði tvö mörk úr vítum í sigrinum og hin mörkin gerðu þeir Reneilwe Letsholonyane, Surprise Moriri og Bernard Parker.

Aaron Mokoena er 29 ára gamall miðvörður sem hefur viðurnefnið Mbazo eða Öxin. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir ellefu árum síðan. Hann spilar þó oftast aftarlega á miðjunni hjá félagi sínu Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×