Ríkisendurskoðun fer yfir alla samningana 15. desember 2010 06:15 Sveinn Arason Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuldbindandi samningum ráðuneytanna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samninga sem útlistaðir eru í fjárlagafrumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins. Ríkisendurskoðun óskaði eftir samningunum við ráðuneytin í kjölfar úttektar á þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós að ráðuneytið hefði ekki haft stoð í lögum til að gefa eftir skuld skólans við ríkissjóð sem nam 126,1 milljón króna, vegna ofgreiddra framlaga á árunum 2004 til 2006. Kemur þetta einnig fram í nýrri skýrslu menntamálanefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í lok nóvember óskaði Ríkisendurskoðun eftir öllum samningum hins opinbera við meðferðarheimili og upplýsingum um uppsögn þeirra í kjölfar fréttaflutnings af málefnum meðferðarheimilisins Árbótar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir stofnunina hafa óskað eftir öllum upplýsingum um alla gildandi samninga ráðuneytanna tólf og slíkt sé eðlilegt í ljósi þeirra mála sem upp hafi komið núverið. „Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagnvart þessum samningum innan ráðuneytanna," segir Sveinn. Ríkisendurskoðun hefur nú þegar fengið eitthvað af samningum frá ráðuneytunum en Sveinn vildi ekki segja til um hversu mikið magn væri komið í hús né hvaða ráðuneyti hefðu skilað inn. „Við byrjum á fullum krafti á þessu verkefni upp úr áramótum þegar við erum búin að fá alla samningana." Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd þjónustusamningsins við Hraðbraut hinn 29. júní síðastliðinn og var skýrsla birt um úttektina rúmum tveimur mánuðum síðar, í september. Sveinn segir ólíklegt að það taki Ríkisendurskoðun svo langan tíma að fara yfir rúmlega 140 samninga. „Þetta þarf ekki að taka jafn langan tíma og Hraðbrautarmálið gerði," segir hann. „Það er alltaf spurning um það hvernig við förum ofan í hvern og einn samning." sunna@frettabladid.is Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir öllum skuldbindandi samningum ráðuneytanna til endurskoðunar. Er þar miðað við alla núgildandi samninga sem útlistaðir eru í fjárlagafrumvarpinu 2011 en eru þeir 141 talsins. Ríkisendurskoðun óskaði eftir samningunum við ráðuneytin í kjölfar úttektar á þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Hraðbraut ehf. sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós að ráðuneytið hefði ekki haft stoð í lögum til að gefa eftir skuld skólans við ríkissjóð sem nam 126,1 milljón króna, vegna ofgreiddra framlaga á árunum 2004 til 2006. Kemur þetta einnig fram í nýrri skýrslu menntamálanefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í lok nóvember óskaði Ríkisendurskoðun eftir öllum samningum hins opinbera við meðferðarheimili og upplýsingum um uppsögn þeirra í kjölfar fréttaflutnings af málefnum meðferðarheimilisins Árbótar. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir stofnunina hafa óskað eftir öllum upplýsingum um alla gildandi samninga ráðuneytanna tólf og slíkt sé eðlilegt í ljósi þeirra mála sem upp hafi komið núverið. „Það er nauðsynlegt að sjá hvernig menn standa sig gagnvart þessum samningum innan ráðuneytanna," segir Sveinn. Ríkisendurskoðun hefur nú þegar fengið eitthvað af samningum frá ráðuneytunum en Sveinn vildi ekki segja til um hversu mikið magn væri komið í hús né hvaða ráðuneyti hefðu skilað inn. „Við byrjum á fullum krafti á þessu verkefni upp úr áramótum þegar við erum búin að fá alla samningana." Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd þjónustusamningsins við Hraðbraut hinn 29. júní síðastliðinn og var skýrsla birt um úttektina rúmum tveimur mánuðum síðar, í september. Sveinn segir ólíklegt að það taki Ríkisendurskoðun svo langan tíma að fara yfir rúmlega 140 samninga. „Þetta þarf ekki að taka jafn langan tíma og Hraðbrautarmálið gerði," segir hann. „Það er alltaf spurning um það hvernig við förum ofan í hvern og einn samning." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira