Fótbolti

Beiðni Tógo um að koma aftur inn í Afríkukeppnina var hafnað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Malí minnast fórnarlamba árásarinnar.
Leikmenn Malí minnast fórnarlamba árásarinnar.

Tógó verður ekki með í Afríkukeppni landsliða í fótbolta en þetta varð endanlega ljóst eftir afríska knattspyrnusambandið neitaði að veita Tógó-liðinu undanþágu til að koma seinna inn í keppnina.

Tógó-liðið hafði farið heim í þriggja daga þjóðasorg í kjölfar mannskæðar skotárásar á rútu liðsins á föstudaginn.

Íþróttamálaráðherra Tógó hafði beðið afríska knattspyrnusambandið um að leita leiða til að Tógó-liðið gæti komið til baka inn í mótið eftir þessa þriggja daga þjóðarsorg. Afríska knattspyrnusambandið hefur hafnað þeirri beiðni.

Landslið Tógó flaug heim í gær en liðið varð fyrir skotárásinni á föstudaginn þar sem þrír menn létust; bílstjóri frá Angóla, aðstoðarþjálfari og fjölmiðlafulltrúi liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×