Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls 8. júlí 2010 10:30 Héraðsdómur Reykjavíkur. Myndin er tekin í gær þegar þingfesting var í máli fjórmenningana sem smygluðu kókaíni frá spáni. Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september. Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september.
Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00