Lífið

Backyard frumsýnd í Bíó Paradís

Árni Sveinsson leikstjóri og Árni Hlöðversson tónlistarmaður áttu hugmyndina að myndinni.
Árni Sveinsson leikstjóri og Árni Hlöðversson tónlistarmaður áttu hugmyndina að myndinni.

Nýjasta kvikmyndahús landsins, Bíó Paradís, opnar dyr sínar fyrir gestum í kvöld. Þar er von á spennandi dagskrá næstu vikurnar eins og sjá má í auglýsingum og á heimasíðu bíósins.

Fyrsta myndin sem tekin verður til sýninga er tónlistarheimildarmyndin Backyard. Þetta er myndin sem kom, sá og sigraði á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg í sumar.

Backyard fjallar um nokkrar hljómsveitir sem héldu tónleika sem haldnir voru á Menningarnótt 2009 í bakgarði einum við Frakkastíg. Tónleikarnir og myndin eru hugarfóstur Árna Rúnars Hlöðverssonar, tónlistarmanns úr Fm Belfast, og Árna Sveinssonar, sem leikstýrir einnig myndinni.

Backyard beinir sjónum sínum að nokkrum íslenskum hljómsveitum sem tengjast vináttuböndum og starfa mikið saman, þrátt fyrir ólíkar áherslur í tónlistarsköpun. Þær hljómsveitir sem koma fram í myndinni eru Borko, múm, Hjaltalín, Reykjavík!, Retro Stefson, Sin Fang Bous og Fm Belfast.

Bakgarðurinn í myndinni.

Myndin þykir skemmtileg og heiðarleg lýsing á tónlistarlífi Reykjavíkur og sýnir okkur hvernig fólk af ólíkum toga sameinast í því að koma sköpun sinni á framfæri.

Backyard verður sýnd í Bíó Paradís næstu daga og fer svo í sýningar á kvikmynda- og tónlistarhátíðum um allan heim. Myndinni hefur þegar hlotnast sá heiður að vera sýnd í aðalflokki CPH:DOX í Kaupmannahöfn, sem er einhver virtasta heimildamyndahátíð Evrópu.

Hér er hægt að sjá sýnishorn úr Backyard.


Tengdar fréttir

Bíó Paradís opnuð í kvöld

Þær hafa verið svefnlausar næturnar hjá aðstandendum Bíó Paradísar: Heimili kvikmyndanna. Í dag rennur svo stóri dagurinn upp þegar hin langþráða kvikmyndamiðstöð verður opnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.