Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Bandaríkjunum 5,7% í lok síðasta árs

Hagvöxtur í Bandaríkjunum nam 5,7% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og hefur hann ekki verið meiri undanfarin sex ár. Markaðir á Wall Street hafa verið í mikilli uppsveiflu eftir að fregnin barst út í dag.

Þetta er mun meiri hagvöxtur en sérfræðingar áttu von á. Samkvæmt könnun sem Bloomberg fréttaveitan gerði meðal 84 sérfræðinga áttu þeir von á 4,7% hagvexti í landinu.

Í frétt á börsen.dk um málið segir Peter Possing Andersen greinandi hjá Danske Bank að þessi góði vöxtur sé vísbending um að fyrirtæki í Bandaríkjunum séu nú að vinna inn slakann í hagkerfi landsins sem myndaðist í kreppunni.

Andersen telur að þessi mikli hagvöxtur muni halda áfram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×