Fótbolti

Ísland spilar fyrsta leikinn á EM í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest leiktíma fyrir úrslitakeppni Evrópumeistaramóts U-21 landsliða sem fer fram í Danmörku í sumar.

Keppni hefst í riðli þann 11. júní og mætir þá Íslandi liði Hvíta-Rússlands. Það verður fyrsti leikurinn sem fer fram í mótinu en Ísland er einnig með Danmörku og Sviss í riðli.

Íslenski riðillinn fer fram í Álaborg og Árósum en keppt verður í B-riðli í Viborg og Herning. Allar þessar borgir eru á Jótlandi.

Leikir Íslands:

11. júní, kl. 16.00: Hvíta-Rússland - Ísland (Árósar)

14. júní, kl. 16.00: Sviss - Ísland (Álaborg)

18. júní, kl. 18.45: Ísland - Danmörk (Álaborg)

Undanúrslitin fara svo fram 22. júní og úrslitaleikurinn 25. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×