Handbolti

Allir EM-leikirnir í beinni á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Mynd/AP
Áhugamönnum um handbolta gefst kostur á að horfa frítt á alla leikina á EM kvenna í Noregi og Danmörku á heimasíðu Handknattleikssambands Evrópu.

Mótið hefst í dag en keppt verður í öllum riðlunum fjórum. Ísland mætir Króatíu í Árósum í síðari leik dagsins í B-riðli.

Ásamt því að horfa á leikina í beinni verður einnig hægt að nálgast upptökur af leikjunum eftir að þeim líkum.

Nánari upplýsingar um þessa þjónustu má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×