Innlent

Tvær nýjar ríkisstofnanir í stað gamalla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson samgönguráðherra ætlar að sameina gamlar samgöngustofnanir í tvær nýjar. Mynd/ Anton.
Ögmundur Jónasson samgönguráðherra ætlar að sameina gamlar samgöngustofnanir í tvær nýjar. Mynd/ Anton.
Ögmundur Jónasson samgönguráðherra lagði fram frumvörp á Alþingi í dag um stofnun tveggja ríkisstofnana. Önnur þeirra mun heita Farsýslan og hin mun heita Vegagerðin.

Stofnanirnar verða reistar á grunni núverandi samgöngustofnana, sem eru Siglingastofnun Íslands, Flugmálastjórn Íslands, Umferðarstofa og Vegagerðin. Farsýslan verður stjórnsýslustofnun sem verður til með sameiningu Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og stjórnsýsluverkefna Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Vegagerðin verður hins vegar framkvæmda- og rekstrarstofnun sem verður til með með sameiningu framkvæmda- og rekstrarverkefna Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar.

Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að endurskipulagning samgöngustofnana getur bæði falið í sér faglegan ávinning og rekstrarlega hagræðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×