Erlent

Boðar til þingkosninga á Írlandi á næsta ári

Brian Cowen forsætiráðherra Írlands hyggst efna til þingkosninga í landinu á næsta ári. Mikil spenna er nú í írskum stjórnmálum vegna neyðaraðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Írland.

Stjórnarandstaðan krefst þess að gengið verði til kosninga strax. Þessu hafnar Cowen og segir að fyrst verði að koma mikilvægum fjárlögum landsins í gegnum þingið.

Fjárlögin taka mið af stöðu Írlands og þar verður boðaður mikill niðurskurður í ríkisútgjöldum. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram áætlun til fjögurra ára í næsta mánuði um efnahagsmál landsins sem tekur mið af niðurskurðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×