Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Gló í gærkvöldi þar sem borðin svignuðu undan gómsætum hráfæðiskræsingum þegar eigandi staðarins, Solla Eiríks, hélt upp á fimmtíu ára afmælið sitt.
Stemningin var góð og eins og sjá má á myndunum spilaði Reynir Jónasson á harmoniku og Ellen Kristjánsdóttir söng á sinn einlæga hátt fyrir afmælisbarnið sem skrifaði seint í gærkvöldi á Facebook-síðuna sína eftirfarandi:
„Er óendanlega þakklát¨*•.¸¸☼ finnst ég heppnust í heimi, fædd undir heillastjörnu því í lífinu mínu fæ ég að hafa svoooooo mikið af frábæru fólki ♥ TAKK KÆRU VINIR fyrir FRÁBÆRAN DAG!!!"