Ekki fallegt að ýta undir óraunhæfar væntingar 5. desember 2010 20:45 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkomulagið um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og kynntar voru fyrir helgi stórmerkilegan áfanga. Hún segir gagnrýni á aðgerðirnar ómarkvissa og að ekki megi ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að töfralausnir séu handan við hornið. Slíkt sé ekki fallegt. Ólína og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mættu í Ísland í dag til að ræða efnahagsaðgerðir stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóðanna sem kynntar voru á föstudaginn. Í grófum dráttum má segja að meginaðgerðirnar séu fjórar. Tvær eru tímabundnar, niðurgreiðsla á vöxtum og auknar vaxtabætur í tvö ár. Í þriðja lagi er bætt aðeins í svokallaða sértæka skuldaaðlögun og í fjórða lagi er það 110% leiðin. Í henni felst að húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti þeirra eigna sem lagðar eru að veði. Forsætisráðherra sagði að um lokaaðgerðir væri að ræða.Leysir engan vanda „Það getur vel verið að Jóhanna kalli þetta einhvern lokapunkt en ég held nú að heimilin muni ekki gera það. Því að hluta til er þetta skref aftur á bak frá því sem var á fimmtudaginn. Nú er komið 110 prósent þak sem var ekki áður þannig að þetta er afturför fyrir marga," sagði Þór. „Ég hafna þessari 110 prósenta leið eins og svo margir aðrir vegna þess að hún leysir engan vanda og skilur fólk eftir í yfirveðsettum eignum." Ólína sagði mestu máli skipt að náðst hafi víðtækt samkomulag milli þeirra aðila sem hafi mest með framkvæmdina að gera. Lánastofnanirnar, lífeyrissjóðirnir og stjórnvöld. „Vandinn til þessa frá hruni hefur verið sá að menn hafa ekki gengið í takt. Stjórnvöld hafa haft fullan hug á því að koma til móts við skuldug heimili og aðstoðað þau í sínum greiðsluvanda og gripið til úrræða og lagasetningar í því markmiði. Hins vegar hafa lánastofnanirnar kannski verið að túlka úrræðin með allt öðrum hætti en stjórnvöld hafa lagt upp með."Brýnt að draga línu í sandinn Þá sagði Ólína: „Nú er komið samkomulag um að þessir aðilar ætli að ganga í takt varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til. Einhvers staðar verðum við að draga línu í sandinn og vera ekki að ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að það séu einhverjar töfralausnir framundan. Það er heldur ekki fallegur leikur." Hægt er að horfa á Ísland í dag hér. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkomulagið um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og kynntar voru fyrir helgi stórmerkilegan áfanga. Hún segir gagnrýni á aðgerðirnar ómarkvissa og að ekki megi ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að töfralausnir séu handan við hornið. Slíkt sé ekki fallegt. Ólína og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mættu í Ísland í dag til að ræða efnahagsaðgerðir stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóðanna sem kynntar voru á föstudaginn. Í grófum dráttum má segja að meginaðgerðirnar séu fjórar. Tvær eru tímabundnar, niðurgreiðsla á vöxtum og auknar vaxtabætur í tvö ár. Í þriðja lagi er bætt aðeins í svokallaða sértæka skuldaaðlögun og í fjórða lagi er það 110% leiðin. Í henni felst að húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti þeirra eigna sem lagðar eru að veði. Forsætisráðherra sagði að um lokaaðgerðir væri að ræða.Leysir engan vanda „Það getur vel verið að Jóhanna kalli þetta einhvern lokapunkt en ég held nú að heimilin muni ekki gera það. Því að hluta til er þetta skref aftur á bak frá því sem var á fimmtudaginn. Nú er komið 110 prósent þak sem var ekki áður þannig að þetta er afturför fyrir marga," sagði Þór. „Ég hafna þessari 110 prósenta leið eins og svo margir aðrir vegna þess að hún leysir engan vanda og skilur fólk eftir í yfirveðsettum eignum." Ólína sagði mestu máli skipt að náðst hafi víðtækt samkomulag milli þeirra aðila sem hafi mest með framkvæmdina að gera. Lánastofnanirnar, lífeyrissjóðirnir og stjórnvöld. „Vandinn til þessa frá hruni hefur verið sá að menn hafa ekki gengið í takt. Stjórnvöld hafa haft fullan hug á því að koma til móts við skuldug heimili og aðstoðað þau í sínum greiðsluvanda og gripið til úrræða og lagasetningar í því markmiði. Hins vegar hafa lánastofnanirnar kannski verið að túlka úrræðin með allt öðrum hætti en stjórnvöld hafa lagt upp með."Brýnt að draga línu í sandinn Þá sagði Ólína: „Nú er komið samkomulag um að þessir aðilar ætli að ganga í takt varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til. Einhvers staðar verðum við að draga línu í sandinn og vera ekki að ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að það séu einhverjar töfralausnir framundan. Það er heldur ekki fallegur leikur." Hægt er að horfa á Ísland í dag hér.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira