Enski boltinn

Giggs gefur í skyn að hann muni hætta í vor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn 37 ára gamli Ryan Giggs hefur gefið í skyn að tímabilið í ár verði hans síðasta. Hann hefur hingað til sagt ætla að ákveða sig í desember og virðist hallast að því að hætta.

Í mars á næsta ári verða liðin 20 ár frá því hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir United en Giggs hefur leikið næstum því 850 leiki fyrir félagið.

"Tímabilið hefur ekki gengið nógu vel hjá mér vegna meiðsla. Nú gengur fyrir að fá sig heilan svo ég geti spilað af fullum krafti. Ég veit ég mun ekki spila í hverri viku en ég vil geta spilað af fullu í tvo mánuði svo ég sjái hvar ég stend," sagði Giggs.

"Endalokin nálgast með hverju tímabili. Ég er farinn að hugsa að þetta gæti verið mitt síðasta tímabil. Ég er nær því að hætta núna en ég var í fyrra. Ef ég kemst á flug í góðan tíma gæti farið svo að ég vilji spila áfram.

"Samband mitt og stjórans er þannig að ef ég er ekki að njóta boltans og skila ekki mínu til liðsins þá munum við setjast niður og ræða heiðarlega um stöðuna og segja að nú sé komið nóg," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×