Lokahringurinn var gríðarlega spennandi þar sem að McDowell náði góðri byrjun á meðan Woods gerði mistök. Á 18. braut voru þeir jafnir á 16 höggum undir pari samtals og Woods virtist hafa tryggt sér sigur með frábæru innáhöggi af um 100 metra færi - þar sem hann „klíndi" boltanum alveg upp við stöngina. McDowell átti ekki alveg eins gott innáhögg en hann sýndi styrk sinn með því að setja púttið í fyrir fugli af um 5 metra færi.

Lokastaðan:
Graeme McDowell - 16
Tiger Woods -16
Paul Casey - 12
Rory McIlroy -11
Hunter Mahan -10
Ian Poulter -9
Stewart Cink -9
Luke Donald -5
Sean O'Hair -4
Zach Johnson -4
Jim Furyk par
Steve Stricker + 1
Nick Watney + 2
Camilo Villegas + 3
Bubba Watson + 3
Dustin Johnson + 4
Anthony Kim + 4
Matt Kuchar + 7