Westwood sigraði með yfirburðum í Suður-Afríku og fékk 144 milljónir kr. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 18:41 Lee Westwood sigraði með yfirburðum á Nedbank mótinu. Nordic Photos/Getty Images Lee Westwood sýndi mikið öryggi í leik sínum þegar hann sigraði á Nedbank meistaramótinu í golfi sem fram fór í Suður-Afríku. Westwood, sem er efstur á heimslistanum, lék lokahringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari. Englendingurinn sigraði með yfirburðum og var átta höggum betri en heimamaðurinn Tim Clark. Westwood lék samtals á 17 höggum undir pari en Clark var á 9 höggum undir pari. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu á 8 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fékk Westwood um 144 milljónir kr. í verðlaunafé en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar þetta mót en þetta var í sjöunda sinn sem hann tekur þátt.Oosthuizen var neðstur en fékk 30 milljónir kr. í verðlaunaféRobert Allenby slær hér inn á 18. flötina á glæsilegum keppnisvelli í Suður-Afríku.APMótið fór fram á Gary Player golfsvæðinu sem þykir sérlega glæsilegt. Aðeins 12 kylfingar fengu boð um að taka þátt en verðlaunaféð er í sérflokki. Heimamaðurinn, Louis Oosthuizen, sem endaði í neðsta sæti fékk um 30 milljónir kr. í sinn hlut - sem verður að teljast dágóð upphæð. Oosthuizen sigrað með eftirminnilegum hætti á opna breska meistaramótinu á þessu ári sem fram fór á St. Andrews.Lokastaðan:271 Lee Westwood (68-64-71- 68)279 Tim Clark (73- 67- 68- 71) 280 Retief Goosen (72- 70- 70- 68) 280 Miguel Angel Jimenez (69- 69- 71- 71) 283 Ross Fisher (67- 68- 73- 75)283 Ernie Els (71- 68- 71- 73)285 Robert Allenby (70- 70- 73- 729285 Padraig Harrington (66- 72- 72- 75)286 Anders Hansen (72- 70- 68- 76)286 Justin Rose (70- 72- 72- 72)287 Edoardo Molinari (71- 67- 73- 76)290 Louis Oosthuizen (71- 73- 72- 74) Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Lee Westwood sýndi mikið öryggi í leik sínum þegar hann sigraði á Nedbank meistaramótinu í golfi sem fram fór í Suður-Afríku. Westwood, sem er efstur á heimslistanum, lék lokahringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari. Englendingurinn sigraði með yfirburðum og var átta höggum betri en heimamaðurinn Tim Clark. Westwood lék samtals á 17 höggum undir pari en Clark var á 9 höggum undir pari. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu á 8 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fékk Westwood um 144 milljónir kr. í verðlaunafé en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar þetta mót en þetta var í sjöunda sinn sem hann tekur þátt.Oosthuizen var neðstur en fékk 30 milljónir kr. í verðlaunaféRobert Allenby slær hér inn á 18. flötina á glæsilegum keppnisvelli í Suður-Afríku.APMótið fór fram á Gary Player golfsvæðinu sem þykir sérlega glæsilegt. Aðeins 12 kylfingar fengu boð um að taka þátt en verðlaunaféð er í sérflokki. Heimamaðurinn, Louis Oosthuizen, sem endaði í neðsta sæti fékk um 30 milljónir kr. í sinn hlut - sem verður að teljast dágóð upphæð. Oosthuizen sigrað með eftirminnilegum hætti á opna breska meistaramótinu á þessu ári sem fram fór á St. Andrews.Lokastaðan:271 Lee Westwood (68-64-71- 68)279 Tim Clark (73- 67- 68- 71) 280 Retief Goosen (72- 70- 70- 68) 280 Miguel Angel Jimenez (69- 69- 71- 71) 283 Ross Fisher (67- 68- 73- 75)283 Ernie Els (71- 68- 71- 73)285 Robert Allenby (70- 70- 73- 729285 Padraig Harrington (66- 72- 72- 75)286 Anders Hansen (72- 70- 68- 76)286 Justin Rose (70- 72- 72- 72)287 Edoardo Molinari (71- 67- 73- 76)290 Louis Oosthuizen (71- 73- 72- 74)
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira