Rickie Fowler vann sér inn 330 milljónir kr. og var valinn nýliði ársins Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 13:45 Rickie Fowler var valinn nýliði ársins. Nordic Photos/Getty Images Rickie Fowler var valinn nýliði ársins en hann var valinn í bandaríska Ryderliðið sem keppti á Celtic Manor. Fowler, sem er 21 árs, náði fínum árangri á sínu fyrsta ári, en hann er sá yngsti sem fær þessa virðurkenningu frá árinu 1996 þegar Tiger Woods var valinn nýliði ársins. Fowler var sjö sinnum í hópi 10 efstu á þeim 28 mótum sem hann tók þátt í. Tvívegis varð hann í öðru sæti. Hann endaði í 35. sæti peningalistans og er í 25. sæti heimslistans en hann hóf árið í 249. sæti heimslistans. Hann vann sér inn um 330 milljónir kr. í verðlaunafé. Derek Lamely, Rory McIlroy og Alex Prugh voru einnig tilnefndir en athygli vekur að McIlroy var sá eini sem náði að sigra á PGA móti á keppnistímabilinu. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rickie Fowler var valinn nýliði ársins en hann var valinn í bandaríska Ryderliðið sem keppti á Celtic Manor. Fowler, sem er 21 árs, náði fínum árangri á sínu fyrsta ári, en hann er sá yngsti sem fær þessa virðurkenningu frá árinu 1996 þegar Tiger Woods var valinn nýliði ársins. Fowler var sjö sinnum í hópi 10 efstu á þeim 28 mótum sem hann tók þátt í. Tvívegis varð hann í öðru sæti. Hann endaði í 35. sæti peningalistans og er í 25. sæti heimslistans en hann hóf árið í 249. sæti heimslistans. Hann vann sér inn um 330 milljónir kr. í verðlaunafé. Derek Lamely, Rory McIlroy og Alex Prugh voru einnig tilnefndir en athygli vekur að McIlroy var sá eini sem náði að sigra á PGA móti á keppnistímabilinu.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira