Bíl stolið á Kársnesi þegar kettinum var hleypt út Boði Logason skrifar 14. júlí 2010 09:17 Bíllinn er af gerðinni Passat og hann er rauður. Númerið á honum er MO-729. Mynd tengist frétt ekki beint. „Þetta hefur örugglega gerst undir morgun þegar ég hleypti honum út um fimmleytið," segir Kristrún Júlíusdóttir kattaeigandi á Kársnesi í Kópavogi. Það var í morgun þegar Kristrún hleypti kettinum sínum út til að pissa að einhver óprúttinn aðili fór inn í íbúðina hennar og stal bíllyklunum að bílnum hennar og ók honum í burtu. Kristrún skildi litla rifu eftir á útidyrahurðinni á meðan kisi fór út að pissa eins og hann gerir vanalega. „Það er einhver sem veit að ég bý á efri hæðinni og á þennan bíl, ég byrja að snúa öllu við og leita að lyklinum en hann finnst ekki. Ég lít svo út, þá er bara enginn bíll," segir Kristrún sem var mjög brugðið en þjófurinn tók bara lykilinn af bílnum þó svo að veskið hennar og fleira væri ekki langt undan. Vísir hefur fjallað mikið um kattahald á Kársnesi þar sem íbúar kvarta yfir villiköttum, sem og heimilisköttum, sem eru að fara inn í íbúðir fólks á nóttunni. Kristrún segir sinn kött ekki vera einn af þeim. „Ég fylgist með honum, hann fer í mesta lagi út í fimm mínútur að pissa. Hann er ljúfur og góður, með svo lítið hjarta að hann þorir ekki að vera lengi úti. En ég er sammála því að það er mikið af villiköttum þarna. Það er svolítið mikið um þetta í Vesturbænum, ég verð vör við það," segir Kristrún. Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Passat árgerð '99. Hann er rauður á litinn með númerið MO-729. Kristrún tilkynnti lögreglunni þjófnaðinn sem ætlar að svipast um eftir honum í dag. Hún biður fólk að hafa augun opin ef það rekst á bílinn. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta hefur örugglega gerst undir morgun þegar ég hleypti honum út um fimmleytið," segir Kristrún Júlíusdóttir kattaeigandi á Kársnesi í Kópavogi. Það var í morgun þegar Kristrún hleypti kettinum sínum út til að pissa að einhver óprúttinn aðili fór inn í íbúðina hennar og stal bíllyklunum að bílnum hennar og ók honum í burtu. Kristrún skildi litla rifu eftir á útidyrahurðinni á meðan kisi fór út að pissa eins og hann gerir vanalega. „Það er einhver sem veit að ég bý á efri hæðinni og á þennan bíl, ég byrja að snúa öllu við og leita að lyklinum en hann finnst ekki. Ég lít svo út, þá er bara enginn bíll," segir Kristrún sem var mjög brugðið en þjófurinn tók bara lykilinn af bílnum þó svo að veskið hennar og fleira væri ekki langt undan. Vísir hefur fjallað mikið um kattahald á Kársnesi þar sem íbúar kvarta yfir villiköttum, sem og heimilisköttum, sem eru að fara inn í íbúðir fólks á nóttunni. Kristrún segir sinn kött ekki vera einn af þeim. „Ég fylgist með honum, hann fer í mesta lagi út í fimm mínútur að pissa. Hann er ljúfur og góður, með svo lítið hjarta að hann þorir ekki að vera lengi úti. En ég er sammála því að það er mikið af villiköttum þarna. Það er svolítið mikið um þetta í Vesturbænum, ég verð vör við það," segir Kristrún. Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Passat árgerð '99. Hann er rauður á litinn með númerið MO-729. Kristrún tilkynnti lögreglunni þjófnaðinn sem ætlar að svipast um eftir honum í dag. Hún biður fólk að hafa augun opin ef það rekst á bílinn.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira