Formúla 1

Red Bull frumsýndi 2010 bílinn

Webber og Vettel svipta hulunni af Red Bull bílnum í morgun.
Webber og Vettel svipta hulunni af Red Bull bílnum í morgun.

Adrian Newey þykir snillingur í hönnun og nýi Red Bull hans var frumsýndur á Jerez brautinni á Spáni í dag. Red Bull bíllinn var mjög öflugur á seinni hluta liðins tímabils í Formúlu 1 og ökumenn liðsins hafa miklar væntingar til nýja tækisins að venju.

Mark Webber og Sebastian Vettel aka Red Bull bílnum, en Vettel stóð sig betur en Webber í fyrra og þykir líklegur til að slást um titla á næstu árum.

Framendi nýja bílsins er ónvenjulegur og framsæknari V-lögun en í fyrra. Bíllinn er með tvöfaldan loftdreifi. Webber mun aka bílnum um Jerez brautina, en Red Bull tók ekki þátt í æfingum í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×