Tiger Woods lék sitt besta golf og á enn möguleika á að sigra á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 3. desember 2010 11:22 Tiger Woods hefur ekki unnið golfmót á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001. AP Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira