Biður samkynhneigt fólk um fyrirgefningu 26. júní 2010 06:45 Séra Karl biðst fyrirgefningar á orðum sínum um áhrif þess að leyfa hjónaband samkynhneigðra. Hann hafi ekki ætlað sér að særa samkynhneigða. Biskup hafi „tekið afstöðu með hefðinni“ en íslenskt samfélag vilji breytingar. Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Hann biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband samkynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónabandið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitthvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið“. Hugtakinu væri þar með hent á sorphaugana. „Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefningar á því,“ segir séra Karl Sigurbjörnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Þetta var tilvísun í að verið væri að gjörbreyta stofnun sem á sér mjög fornar rætur og skilgreiningu. Það var út af fyrir sig óheppilega orðað, eins og ýmsar athugasemdir sem falla í hita leiksins,“ segir biskup. Of mikið hafi verið gert úr þessum orðum sínum. Spurður hvort hann hafi skipt um skoðun og telji ekki lengur að hjónabandið bíði hnekki við það að samkynhneigðir taki þátt í því, segir Karl að sitt sýnist hverjum um niðurstöðu Alþingis. „Ýmsir, þar á meðal ég, vildu halda í hefðina. Ég var oft í vafa um hvað væri rétt og rangt í þessum efnum,“ segir hann. Á endanum hafi Karl „tekið afstöðu með hefðinni“. Hann hafi talið það skyldu sína. „En íslenskt samfélag vildi það ekki, heldur vildi breyta þessari hefð og þessari skilgreiningu,“ segir biskup. Karl leggur áherslu á að hann hafi með orðum sínum ekki ætlað að særa samkynhneigða. Af og frá sé að hann hafi viljað standa gegn þeim í réttindabaráttu þeirra. „En nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið,“ segir biskup. klemens@frettabladid.is Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Hann biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband samkynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónabandið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitthvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið“. Hugtakinu væri þar með hent á sorphaugana. „Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefningar á því,“ segir séra Karl Sigurbjörnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Þetta var tilvísun í að verið væri að gjörbreyta stofnun sem á sér mjög fornar rætur og skilgreiningu. Það var út af fyrir sig óheppilega orðað, eins og ýmsar athugasemdir sem falla í hita leiksins,“ segir biskup. Of mikið hafi verið gert úr þessum orðum sínum. Spurður hvort hann hafi skipt um skoðun og telji ekki lengur að hjónabandið bíði hnekki við það að samkynhneigðir taki þátt í því, segir Karl að sitt sýnist hverjum um niðurstöðu Alþingis. „Ýmsir, þar á meðal ég, vildu halda í hefðina. Ég var oft í vafa um hvað væri rétt og rangt í þessum efnum,“ segir hann. Á endanum hafi Karl „tekið afstöðu með hefðinni“. Hann hafi talið það skyldu sína. „En íslenskt samfélag vildi það ekki, heldur vildi breyta þessari hefð og þessari skilgreiningu,“ segir biskup. Karl leggur áherslu á að hann hafi með orðum sínum ekki ætlað að særa samkynhneigða. Af og frá sé að hann hafi viljað standa gegn þeim í réttindabaráttu þeirra. „En nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið,“ segir biskup. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira