Enski boltinn

Mancini: Leikmenn eru of eigingjarnir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlos Tevez kom Man. City til bjargar enn eina ferðina í dag þegar City lagði Bolton, 1-0. Roberto Mancini, stjóri City, var allt annað en sáttur við sína menn sem hann sagði vera eigingjarna.

"Það má alveg segja að við höfum verið pínu óheppnir en við verðum að bæta okkur. Leikmenn eru stundum of eigingjarnir," sagði Mancini.

"Við fengum líklega 15 færi til þess að skora í dag. Manni finnst leikur stundum vera auðveldur er maður veður í færum. Menn byrja þá að skjóta þegar það er betra að senda boltann. Þetta verðum við að bæta því annars munum við tapa leikjum niður í jafntefli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×