Tiger Woods er að spila hágæðagolf á Chevron-mótinu í Kaliforníu og hefur nú fjögurra högga forskot eftir tvo hringi. Tiger lék á 66 höggum í gær.
Tiger nældi sér í einn örn og fjóra fugla. Hann er samtals á 13 höggum undir pari.
Graeme McDowell og Rory McIlroy reyna að elta Tiger. McDowell er fjórum höggum á eftir Tiger en McIlroy og Luke Donald eru fimm höggum á eftir Tiger.
"Mér líður vel og hef verið í þessari stöðu áður. Þetta er því ekki skrítin tilfinning.´Ég var ekki að hitta boltann eins vel og í fyrsta hringnum en púttaði betur. Ég var ánægður með það," sagði Tiger.