Handbolti

Einar átti magnaðan leik í góðum sigri Ahlen-Hamm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar var í banastuði í dag.
Einar var í banastuði í dag.

Einar Hólmgeirsson fór mikinn í liði Ahlen-Hamm í dag þegar liðið mætti Rheinland í uppgjöri neðstu liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Ahlen-Hamm vann þá mikilvægan sigur, 26-24, og skildi Rheinland eftir á botninum á meðan það nældi sér í tvö mikilvæg stig og lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar.

Einar skoraði sex mörk í leiknum og var sérstaklega sterkur á lokakaflanum þegar allt var í járnum. Þökk sé hans mörkum náði Hamm að rífa sig frá Rheinland og klára leikinn.

Einar er greinilega á réttri leið eftir að vera nýbyrjaður að spila en hann hefur glímt við erfið meiðsli í marga mánuði.

Sigurbergur Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir Rheinland og Árni Þór Sigtryggsson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×