Enski boltinn

Man. Utd og Liverpool berjast um Shawcross

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shawcross í baráttu við Carlton Cole.
Shawcross í baráttu við Carlton Cole.

Það lítur út fyrir að Man. Utd og Liverpool muni slást um þjónustu Ryan Shawcross, leikmanns Stoke. Bæði lið íhuga að reyna að kaupa leikmanninn í janúar.

United er talið líklegra til þess að hreppa hnossið en Liverpool gæti komið inn með tilboð þar sem liðið verður án Jamie Carragher í ansi langan tíma.

Shawcross hefur vakið mikla athygli í vetur og útsendarar Liverpool hafa meðal annars fylgst með honum á æfingum upp á síðkastið.

Svo er talað um að Liverpool ætli að losa sig við Danann Daniel Agger en hann ætlar ekki að láta reka sig frá félaginu.

"Liverpool getur ekki ýtt mér út því ég á fjögur ár eftir af samningi. Ef Roy Hodgson vill ekki nota mig þá ætlast ég til þess að hann sé það mikill maður að segja mér það beint," sagði Agger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×