Íslenski boltinn

Rúnar: Engin þjálfaraskipti hjá KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Ólafsson, þjálfari KR.
Logi Ólafsson, þjálfari KR. Mynd/Anton

Rúnar Kristinsson, knattspyrnustjóri KR, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að stjórn knattspyrnudeildar KR hafi komið saman í dag og fundað um framtíð Loga Ólafssonar, þjálfara KR.

KR er enn án sigurs í Pepsi-deild karla og er aðeins með þrjú stig eftir fimm leiki. KR mætir Fram á fimmtudagskvöldið.

„Nei, það hafa engir fundir verið og það er ekkert slíkt á dagskrá," sagði Rúnar en KR tapaði í gær fyrir Val á heimavelli, 2-1.

„Það er æfing í dag klukkan tólf eins og alla daga eftir leiki. Málin eru í dag eins og þau voru í gær, fyrradag og alla hina dagana. Það er bara næsti leikur sem mestu máli skiptir," bætti Rúnar við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×