Mickelson sigraði Masters Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 22:52 Argentínumaðurinn Angel Cabrera, sem vann Masters í fyrra, læðir hér Mickelson í græna jakkann góða. Nordic Photos/AFP Phil Mickelson vann glæsilegan sigur á Masters-mótinu í golfi sem lauk nú í kvöld. Mickelson lék afar gott golf í dag og vann verðskuldað. Þetta er í þriðja sinn sem Mickelson vinnur Masters. Mickelson lék á samtals 16 höggum undir pari og var búinn svo gott sem búinn að tryggja sér sigurinn fyrir lokaholuna. Hann lét sig nú ekki samt muna um að næla sér í fugl á lokaholunni. Lee Westwood spilaði mjög stöðugt golf allan daginn en missti Mickelson fram úr sér. Tveim höggum munaði á þeim fyrir lokaholuna sem var of mikið þar sem Mickelson gerði engin mistök þar. Tiger Woods átti skrykkjótan dag. Byrjaði mjög illa en kom svo til baka með látum. Það vantaði stöðugleika í spilamennskuna og hann tapaði höggum þegar hann mátti ekki við því. Hann lék þó á 3 höggum undir pari í dag og á 11 höggum undir pari samtals. Anthony Kim átti ótrúlegan dag og kom í hús á 7 höggum undir pari og 12 höggum undir pari samtals. Lokastaða efstu manna: Phil Mickelson -16 Lee Westwood -13 Anthony Kim -12 Tiger Woods -11 KJ Choi -11 Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson vann glæsilegan sigur á Masters-mótinu í golfi sem lauk nú í kvöld. Mickelson lék afar gott golf í dag og vann verðskuldað. Þetta er í þriðja sinn sem Mickelson vinnur Masters. Mickelson lék á samtals 16 höggum undir pari og var búinn svo gott sem búinn að tryggja sér sigurinn fyrir lokaholuna. Hann lét sig nú ekki samt muna um að næla sér í fugl á lokaholunni. Lee Westwood spilaði mjög stöðugt golf allan daginn en missti Mickelson fram úr sér. Tveim höggum munaði á þeim fyrir lokaholuna sem var of mikið þar sem Mickelson gerði engin mistök þar. Tiger Woods átti skrykkjótan dag. Byrjaði mjög illa en kom svo til baka með látum. Það vantaði stöðugleika í spilamennskuna og hann tapaði höggum þegar hann mátti ekki við því. Hann lék þó á 3 höggum undir pari í dag og á 11 höggum undir pari samtals. Anthony Kim átti ótrúlegan dag og kom í hús á 7 höggum undir pari og 12 höggum undir pari samtals. Lokastaða efstu manna: Phil Mickelson -16 Lee Westwood -13 Anthony Kim -12 Tiger Woods -11 KJ Choi -11
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira