Enski boltinn

Pepe Reina hélt hreinu í hundraðasta sinn í gær - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe Reina, markvörður Liverpool, náði merkum tímamótum í gærkvöldi þegar Liverpool vann 3-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Spænski markvörðurinn hélt þá marki sínu hreinu í hundrasta sinn í búningi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool komst upp í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum en David Ngog, Ryan Babel og Maxi Rodriguez skoruðu mörkin. Það má sjá mörkin úr leiknum með því að smella hér fyrir ofan en þar sést Reina einnig verja glæsilega frá Gabriel Agbonlahor.

Pepe Reina vildi þakka varnarmönnunum sínum fyrir þegar hann var spurður út í tímamótin í leikslok. „Strákarnir í liðinu eiga skilið miklar þakkir því þeir ráða mestu í þessu," sagði Reina við Sky Sports. Hann er ellefti markvörðurinn sem nær því að halda hundrað sinnum hreinu í ensku úrvalsdeildinni

Liverpool lék án Jamie Carragher, Steven Gerrard og Fernando Torres en það kom ekki að sök.

„Við erum með stóran hóp og það eru ekki bara þrír leikmenn í liðinu. Það eru 24 leikmenn í hópnum og þeir eru allir hér til þess að hjálpa liðinu," sagði Reina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×