Íslenski boltinn

KR byrjaði Reykjavíkurmótið með sigri á ÍR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Örn Jónsson skoraði í kvöld.
Gunnar Örn Jónsson skoraði í kvöld.

Seinni leik kvöldsins í Reykjavíkurmótinu er lokið. KR og ÍR áttust við í þeim leik og fór KR með sigur af hólmi, 3-1.

Skúli Jón Friðgeirsson kom KR yfir í leiknum en Davíð Már Stefánsson jafnaði fyrir ÍR.

Gunnar Örn Jónsson og Davíð Birgisson skoruðu næstu mörk KR og kláruðu leikinn fyrir Vesturbæinga.

Upplýsingar fengnar frá fótbolti.net.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×