Lífið

Bubbi í kvos MA

Einar Tryggvi Leifsson skrifar
Bubbi eldhress í kvos skólans
Bubbi eldhress í kvos skólans
Einn af ástkærustu tónlistarmönnum Íslands hélt óvænta tónleika í Kvos MA nú í morgun nemendum til mikillar ánægju. Þetta er partur af tónlistarferð hans um landið sem gengur undir nafninu Rætur.

Á meðfylgjandi link má sjá viðtal sem Jón Ársæll tók við Bubba fyrir hönd fréttaþáttarins Kvosin og svipmyndir frá atburðnum.

Tekið af fréttavef Bubba - bubbi.is:

Á þessu ári heldur Bubbi upp á 30 ára útgáfuafmæli sitt. Það var 17. júní árið 1980 að hann gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús. Þennan dag urðu straumhvörf í íslenskri tónlistarsögu því þarna var stiginn fram tónlistarmaður sem hefur án efa markað ein dýpstu og merkilegustu sporin í tónlistarsögu síðustu 30 ára. Enginn hefur verið eins afkastamikill og hann, enginn hefur selt jafn margar plötur og hann og enginn hefur haldið jafn marga tónleika og hann undanfarin 30 ár.

Í tilefni þessara merku tímamóta hefur Bubbi ákveðið að fara aftur í ræturnar og heimsækja alla framhalds- og menntaskóla um allt land. Þar mun hann koma fram í hádeginu með kassagítarinn og spila nokkur lög af ferli sínum. Verður þetta hans framlag til unga fólksins á þessu merka ári á tónlistarferli sem fáir geta státað af. Hádegistónleikaröðin hefur hlotið nafnið Rætur og vísar beint i tilgang ferðarinnar, þ.e.a.s að fara aftur í ræturnar.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MA fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.