Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 3. desember 2010 08:00 Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins í golfi. Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins sem stýrir bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í nóvember á næsta ári gegn Alþjóðlega úrvalsliðinu. Eins og kunnugt er hefur Tiger Woods alls ekki náð sér á strik á golfvellinum sem má rekja til vandamála í einkalífi hans. Couples tilkynnti hinsvegar í gær að Tiger Woods yrði í bandaríska liðinu sem mætir til leiks á Royal Melbourne völlinn eftir tæplega eitt ár og þarf Woods ekki að tryggja sér sæti sæti í liðinu með því að vera í einu af 10 efstu sætunum á stigalistanum. Woods var einn af fjórum kylfingum sem valdir voru af fyrirliðanum Corey Pavin í bandaríska liðið sem keppti í Ryderkeppninni í Wales og voru margir sem gagnrýndu valið á Woods sem hafði ekki gert neitt af viti á atvinnumótum í marga mánuði. Couples hefur nú sett allt traust sitt á Woods . Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að Tiger Woods verði einn af þeim 10 sem ná að tryggja sig inn í liðið með með góðum árangri á atvinnumótum á næstu mánuðum. Ef það gerist ekki þá mun það ekki skipta neinu máli því hann verðu í liðinu - sama hvað gengur á. Ég hika ekki við að segja frá þessari skoðun minni núna," sagði Couples í gær en hann er staddur í Ástralíu þar sem hann tekur þátt á atvinnumóti. „Tiger hefur eitt ár til þess að koma sér á þann stað þar sem ég tel að hann eigi að vera - í efsta sæti heimslistans. Couples hefur fengið körfuboltamanninn Michael Jordan í lið með sér og mun Jordan vera í hlutverki aðstoðarmanns Couples í Forsetabikarnum. Jay Haas verður einnig aðstoðarmaður Couples. „Mér hefur aldrei líkað þegar margir eru að segja mér fyrir verkum og því valdi ég aðeins tvo aðstoðarmenn. Ef það eru fjórir til fimm aðstoðarfyrirliðar líkt og í Ryderkeppninni getur ástandið verið ruglingslegt fyrir alla sem koma að liðinu. Of mikið af upplýsingum er ekki það sem við viljum. Um leið og keppnin hefst þá sjá kylfingarnir um sig sjálfir, þeir eru vanir því. Ef þeir þurfa samloku þá björgum við því og ef þeir þurfa handklæði þá sjáum við líka um það." Michael Jordan verður aðstoðarmaður Fred Couples í Forsetabikarnum á næsta ári. Couples segir að hann hafi lært mikið af því að fylgjast með bandaríska liðinu sem tapaði gegn því evrópska á Celtic Manor í Ryderkeppninni í október. „Ég naut þess að fylgjast með keppninni, og í hver einasta hola var eins og lokahola á síðasta degi á stórmóti. Það þarf ekki að segja leikmönnum hvað þeir eiga að gera og ég mun ekki gefa mikið af ráðleggingum fyrir keppnina eftir ár. Hvað ætti ég svo sem að segja við Jim Furyk, Stewart Cink, Phil Mickelson eða Tiger Woods sem þeir hafa ekki heyrt áður." Ástralinn Greg Norman verður fyrirliði Alþjóðlega úrvalsliðsins en evrópskir kylfingar eru ekki gjaldgengir í Alþjóðlega liðið. Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins sem stýrir bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í nóvember á næsta ári gegn Alþjóðlega úrvalsliðinu. Eins og kunnugt er hefur Tiger Woods alls ekki náð sér á strik á golfvellinum sem má rekja til vandamála í einkalífi hans. Couples tilkynnti hinsvegar í gær að Tiger Woods yrði í bandaríska liðinu sem mætir til leiks á Royal Melbourne völlinn eftir tæplega eitt ár og þarf Woods ekki að tryggja sér sæti sæti í liðinu með því að vera í einu af 10 efstu sætunum á stigalistanum. Woods var einn af fjórum kylfingum sem valdir voru af fyrirliðanum Corey Pavin í bandaríska liðið sem keppti í Ryderkeppninni í Wales og voru margir sem gagnrýndu valið á Woods sem hafði ekki gert neitt af viti á atvinnumótum í marga mánuði. Couples hefur nú sett allt traust sitt á Woods . Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að Tiger Woods verði einn af þeim 10 sem ná að tryggja sig inn í liðið með með góðum árangri á atvinnumótum á næstu mánuðum. Ef það gerist ekki þá mun það ekki skipta neinu máli því hann verðu í liðinu - sama hvað gengur á. Ég hika ekki við að segja frá þessari skoðun minni núna," sagði Couples í gær en hann er staddur í Ástralíu þar sem hann tekur þátt á atvinnumóti. „Tiger hefur eitt ár til þess að koma sér á þann stað þar sem ég tel að hann eigi að vera - í efsta sæti heimslistans. Couples hefur fengið körfuboltamanninn Michael Jordan í lið með sér og mun Jordan vera í hlutverki aðstoðarmanns Couples í Forsetabikarnum. Jay Haas verður einnig aðstoðarmaður Couples. „Mér hefur aldrei líkað þegar margir eru að segja mér fyrir verkum og því valdi ég aðeins tvo aðstoðarmenn. Ef það eru fjórir til fimm aðstoðarfyrirliðar líkt og í Ryderkeppninni getur ástandið verið ruglingslegt fyrir alla sem koma að liðinu. Of mikið af upplýsingum er ekki það sem við viljum. Um leið og keppnin hefst þá sjá kylfingarnir um sig sjálfir, þeir eru vanir því. Ef þeir þurfa samloku þá björgum við því og ef þeir þurfa handklæði þá sjáum við líka um það." Michael Jordan verður aðstoðarmaður Fred Couples í Forsetabikarnum á næsta ári. Couples segir að hann hafi lært mikið af því að fylgjast með bandaríska liðinu sem tapaði gegn því evrópska á Celtic Manor í Ryderkeppninni í október. „Ég naut þess að fylgjast með keppninni, og í hver einasta hola var eins og lokahola á síðasta degi á stórmóti. Það þarf ekki að segja leikmönnum hvað þeir eiga að gera og ég mun ekki gefa mikið af ráðleggingum fyrir keppnina eftir ár. Hvað ætti ég svo sem að segja við Jim Furyk, Stewart Cink, Phil Mickelson eða Tiger Woods sem þeir hafa ekki heyrt áður." Ástralinn Greg Norman verður fyrirliði Alþjóðlega úrvalsliðsins en evrópskir kylfingar eru ekki gjaldgengir í Alþjóðlega liðið.
Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti