Innlent

Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marínó Njálsson er hættur í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Marínó Njálsson er hættur í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans.

„Ég kýs að segja mig úr stjórn HH til að freista þess að verja fjölskyldu mína fyrir frekari hnýsni af þessum toga. Ég gaf konunni minni loforð um að gera það, ef til svona hluta kæmi. Þar sem ég er maður minna orða, þá stend ég við það," segir Marínó á blogginu.

Marínó segist ætla að halda áfram að vinna með stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna að þjóðþrifamálum, auk þess sem hann muni hafa meiri tíma til að sinna viðskiptavinum ráðgjafaþjónustu sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×