Upplýsingakerfi vantar um nám og störf Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun