Segir samfélagið ætlast til þess að ungar mæður fari í fóstureyðingar Karen Kjartansdóttir skrifar 3. maí 2010 18:57 Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af framtíðaráætlunum hennar enda var hún búin að fá getnaðarvarnarpillu hjá lækni til að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hún komst að því að hún ætti von á barni þrátt fyrir varúðarráðstafanir vildi hún þó ekki fara í fóstureyðingu. Eva segir fæðinguna hafa gengið vel og hún hafi ekki látið illt umtal hafa áhrif á sig. Hins vegar óttast hún um framtíð sína sonar síns vegna fjárhagsvandræða. Í sex mánuði fær hún fæðingarstyrk námsmanna sem nemur 106 þúsund krónum á mánuði. Styrkgreiðslunum lýkur í ágúst en þá er Eva að fara byrja í 10. bekk og ætlaði hún sér að hafa Róbert Leó son sinn á leikskóla á meðan. Hún sér þó fram á talsverða erfiðleika þar sem henni hafi verið tilkynnt að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri og á því ekki rétt á framfærslustyrk. Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Evu þar sem hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag í sama blaði svara hins vegar forstöðumaður félagsþjónustunnar og segir starfsmanninn hafa misskilið fyrirkomulagið eða haft rangar upplýsingar. Eva eigi því rétt á aðstoð til að framfleyta barni sínu. Því fagnar Eva en segist þó ekki viss um að hún fái aðstoð, miðað við reynslu margra annarra ungra mæðra. Hún segir að með slælegri aðstoð sé fátækragildra engd fyrir unga foreldra. Hún furðar sig á því að svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu. Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af framtíðaráætlunum hennar enda var hún búin að fá getnaðarvarnarpillu hjá lækni til að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hún komst að því að hún ætti von á barni þrátt fyrir varúðarráðstafanir vildi hún þó ekki fara í fóstureyðingu. Eva segir fæðinguna hafa gengið vel og hún hafi ekki látið illt umtal hafa áhrif á sig. Hins vegar óttast hún um framtíð sína sonar síns vegna fjárhagsvandræða. Í sex mánuði fær hún fæðingarstyrk námsmanna sem nemur 106 þúsund krónum á mánuði. Styrkgreiðslunum lýkur í ágúst en þá er Eva að fara byrja í 10. bekk og ætlaði hún sér að hafa Róbert Leó son sinn á leikskóla á meðan. Hún sér þó fram á talsverða erfiðleika þar sem henni hafi verið tilkynnt að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri og á því ekki rétt á framfærslustyrk. Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Evu þar sem hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag í sama blaði svara hins vegar forstöðumaður félagsþjónustunnar og segir starfsmanninn hafa misskilið fyrirkomulagið eða haft rangar upplýsingar. Eva eigi því rétt á aðstoð til að framfleyta barni sínu. Því fagnar Eva en segist þó ekki viss um að hún fái aðstoð, miðað við reynslu margra annarra ungra mæðra. Hún segir að með slælegri aðstoð sé fátækragildra engd fyrir unga foreldra. Hún furðar sig á því að svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu. Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira