Segir samfélagið ætlast til þess að ungar mæður fari í fóstureyðingar Karen Kjartansdóttir skrifar 3. maí 2010 18:57 Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af framtíðaráætlunum hennar enda var hún búin að fá getnaðarvarnarpillu hjá lækni til að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hún komst að því að hún ætti von á barni þrátt fyrir varúðarráðstafanir vildi hún þó ekki fara í fóstureyðingu. Eva segir fæðinguna hafa gengið vel og hún hafi ekki látið illt umtal hafa áhrif á sig. Hins vegar óttast hún um framtíð sína sonar síns vegna fjárhagsvandræða. Í sex mánuði fær hún fæðingarstyrk námsmanna sem nemur 106 þúsund krónum á mánuði. Styrkgreiðslunum lýkur í ágúst en þá er Eva að fara byrja í 10. bekk og ætlaði hún sér að hafa Róbert Leó son sinn á leikskóla á meðan. Hún sér þó fram á talsverða erfiðleika þar sem henni hafi verið tilkynnt að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri og á því ekki rétt á framfærslustyrk. Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Evu þar sem hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag í sama blaði svara hins vegar forstöðumaður félagsþjónustunnar og segir starfsmanninn hafa misskilið fyrirkomulagið eða haft rangar upplýsingar. Eva eigi því rétt á aðstoð til að framfleyta barni sínu. Því fagnar Eva en segist þó ekki viss um að hún fái aðstoð, miðað við reynslu margra annarra ungra mæðra. Hún segir að með slælegri aðstoð sé fátækragildra engd fyrir unga foreldra. Hún furðar sig á því að svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu. Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af framtíðaráætlunum hennar enda var hún búin að fá getnaðarvarnarpillu hjá lækni til að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hún komst að því að hún ætti von á barni þrátt fyrir varúðarráðstafanir vildi hún þó ekki fara í fóstureyðingu. Eva segir fæðinguna hafa gengið vel og hún hafi ekki látið illt umtal hafa áhrif á sig. Hins vegar óttast hún um framtíð sína sonar síns vegna fjárhagsvandræða. Í sex mánuði fær hún fæðingarstyrk námsmanna sem nemur 106 þúsund krónum á mánuði. Styrkgreiðslunum lýkur í ágúst en þá er Eva að fara byrja í 10. bekk og ætlaði hún sér að hafa Róbert Leó son sinn á leikskóla á meðan. Hún sér þó fram á talsverða erfiðleika þar sem henni hafi verið tilkynnt að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri og á því ekki rétt á framfærslustyrk. Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Evu þar sem hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag í sama blaði svara hins vegar forstöðumaður félagsþjónustunnar og segir starfsmanninn hafa misskilið fyrirkomulagið eða haft rangar upplýsingar. Eva eigi því rétt á aðstoð til að framfleyta barni sínu. Því fagnar Eva en segist þó ekki viss um að hún fái aðstoð, miðað við reynslu margra annarra ungra mæðra. Hún segir að með slælegri aðstoð sé fátækragildra engd fyrir unga foreldra. Hún furðar sig á því að svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu. Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira