Viðskipti innlent

Hagstofan spáir 3% samdrætti í landsframleiðslunni í ár

Í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofunnar segir m.a. að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 3% árið 2010, en vaxi um tæp 2% árið 2011. Spáin er talsvert svartsýnni en fyrri spá Hagstofunnar.

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá 2010-2015 í ritröð sinni, Hagtíðindum. Samdráttur í einkaneyslu virðist lítill 2010, en einkaneyslan vex næstu árin. Fárfesting tekur að vaxa árið 2011 en er enn lítil í sögulegu samhengi.

Samdráttur í samneyslu heldur áfram næstu ár. Verðbólga hefur hjaðnað árið 2010 og verður við verðbólgumarkmið Seðlabankans í upphafi árs 2011.

Nokkur aukning verður í atvinnuvegafjárfestingu, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík fyrr en 2012. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum verður umtalsverður út spátímann enda verður gengi krónunnar áfram veikt þó að raungengið styrkist lítillega.

Verðbólga hefur hjaðnað árið 2010 og verður við verðbólgumarkmið Seðlabankans í upphafi árs 2011. Gert er ráð fyrir verðbólgu um 2,5% út spátímann.

Reiknað er með að kjarasamningum ljúki fyrir árslok 2010 án mikilla launahækkana. Atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt frá og með 2011 meðan hagvöxtur varir.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×