Erlent

Konunglegt brúðkaup í apríl

Vilhjálmur erfðaprins ætlar að kvænast unnustu sinni Kate Middleton þann 29. apríl á næsta ári. Konungsfjölskyldan tilkynnti um þetta í morgun en athöfnin fer fram í Westminster Abbey í London.

David Cameron forsætisráðherra hefur fagnað ráðahagnum og segir að dagurinn verði lýstur almennur frídagur. BBC fréttastofan segir að konungsfjölskyldan muni borga fyrir brúðkaupið en á skattgreiðendum lendir þó kostnaðurinn við gríðarlega öryggisgæslu og ferðakostnaður kóngafólks hvaðanæva að úr heiminum.

Fræg brúðkaup hafa verið haldin í kirkjunni, Drottningin og móðir hennar giftu sig báðar þar auk þess sem útför Díönu móður Vilhjálms fór fram þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×