Erlent

Björgunarsveitarmenn fundu hjálm

Mynd/AP
Björgunarsveitarmenn fundu í kvöld hjálm sem tilheyrði einum af námuverkamönnunum 29 sem saknað hefur verið frá því á föstudag þegar sprenging varð í námu í Nýja Sjálandi.

Peter Whittall, framkvæmdastjóri Pike River námufyrirtækisins, segir að ljós hafi verið á umræddum hjálmi en þrátt fyrir það sé of áhættusamt fyrir björgunarsveitarmenn að fara niður í námuna. Hjálmurinn fannst ofarlega í rústunum.

Vonir dvína hratt um að nokkur námuverkamannanna sem sé enn á lífi. ilraun til að koma vélmenni niður í námuna mistókst í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×