Halinn klipptur af stressuðum grísum Erla Hlynsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 14:12 Í drögum að nýjum lögum um dýravernd er lagt til bann við því að fjarlægja hala af grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. „Þetta er gert til að forðast það að þeir fari að naga halann hver á öðrum. Það er kallað cannibalismus þegar dýr leggjast á sömu tegund," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hún segir að streita, þrengsli og önnur umhverfismál valdi þessari hegðun. Með aukinni kröfu á svínabú að framleiða meira svínakjöt fyrir minni pening er oft heldur þröngt um grísina. Sigurborg situr í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem vinnur að endurskoðun á lögum um dýravernd. „Í þessum nýju drögum leggjum við til að það verði óheimilt að fjarlægja líkamsparta án læknisfræðilegra ástæðna og þar undir fellur hali dýra" segir hún. Grísirnir eru ekki deyfðir áður en þetta er gert. Þetta vita allir sem vilja vita það Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé gert á öllum svínabúum hér á landi en veit að þetta er gert víða. „Ég veit að þetta er gert. Það vita allir sem vita vilja. Ég veit ekki hvort þetta er gert á hverju einasta svínabúi en þetta tíðkast á stóru búunum," segir Sigurborg. Henni finnst það óviðunandi að í stað þess að búa betur að grísunum og finna lausnir til bættrar vellíðan dýranna sé farin sú leið að klippa af þeim hala og stytta tennur til að minnka líkur á því að þeir nagi halann hver á öðrum með tilheyrandi sýkingarhættu. „Það er óásættanlegt að mannskepnan sé að leysa vandamál sem hlýst af aðferðum hennar við að halda dýr með því búa til annað og veldur dýrum sársauka," segir hún. Ný lög um dýravernd eru enn í vinnslu en drögin verða kynnt ráðuneytinu um miðjan næsta mánuð. Meðal annarra breytinga þar er að lögin munu kallast lög um dýravelferð í stað laga um dýravernd. Samkvæmt gildandi lögum er bannað að fara illa með dýr en í nýjum lögum verður lögð áhersla á að það sé skylt að fara vel með dýr. Aths. blaðamanns: Samkvæmt íslenskri orðabók skal nota orðið „rófa“ þegar talað er um grísi. Þar sem heimildamenn blaðamanns og viðmælendur, hvort sem er svínabóndar eða dýralæknar, nota allir orðið „hali“ var ákveðið að nota það í þessum fréttum. Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. „Þetta er gert til að forðast það að þeir fari að naga halann hver á öðrum. Það er kallað cannibalismus þegar dýr leggjast á sömu tegund," segir Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs. Hún segir að streita, þrengsli og önnur umhverfismál valdi þessari hegðun. Með aukinni kröfu á svínabú að framleiða meira svínakjöt fyrir minni pening er oft heldur þröngt um grísina. Sigurborg situr í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem vinnur að endurskoðun á lögum um dýravernd. „Í þessum nýju drögum leggjum við til að það verði óheimilt að fjarlægja líkamsparta án læknisfræðilegra ástæðna og þar undir fellur hali dýra" segir hún. Grísirnir eru ekki deyfðir áður en þetta er gert. Þetta vita allir sem vilja vita það Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé gert á öllum svínabúum hér á landi en veit að þetta er gert víða. „Ég veit að þetta er gert. Það vita allir sem vita vilja. Ég veit ekki hvort þetta er gert á hverju einasta svínabúi en þetta tíðkast á stóru búunum," segir Sigurborg. Henni finnst það óviðunandi að í stað þess að búa betur að grísunum og finna lausnir til bættrar vellíðan dýranna sé farin sú leið að klippa af þeim hala og stytta tennur til að minnka líkur á því að þeir nagi halann hver á öðrum með tilheyrandi sýkingarhættu. „Það er óásættanlegt að mannskepnan sé að leysa vandamál sem hlýst af aðferðum hennar við að halda dýr með því búa til annað og veldur dýrum sársauka," segir hún. Ný lög um dýravernd eru enn í vinnslu en drögin verða kynnt ráðuneytinu um miðjan næsta mánuð. Meðal annarra breytinga þar er að lögin munu kallast lög um dýravelferð í stað laga um dýravernd. Samkvæmt gildandi lögum er bannað að fara illa með dýr en í nýjum lögum verður lögð áhersla á að það sé skylt að fara vel með dýr. Aths. blaðamanns: Samkvæmt íslenskri orðabók skal nota orðið „rófa“ þegar talað er um grísi. Þar sem heimildamenn blaðamanns og viðmælendur, hvort sem er svínabóndar eða dýralæknar, nota allir orðið „hali“ var ákveðið að nota það í þessum fréttum.
Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31