Ögmundur aftur ráðherra 10. mars 2010 06:45 Búist er við því að Ögmundur Jónasson taki aftur sæti í ríkisstjórn. Mynd/ Vilhelm. Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. Þetta er álit nokkurra viðmælenda Fréttablaðsins í þingliðum Samfylkingarinnar og VG. Herma heimildir að áform um endurkomu Ögmundar séu í smíðum og að hann muni að líkindum setjast í stjórnina fljótlega eftir páska. Þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var við sögðu að ríkisstjórnin væri í raun þriggja flokka stjórn. Það væri ófært og liður í að sameina þingflokk VG væri að gera Ögmund að ráðherra. Í „órólegu deildinni" í VG er sagt að það skjóti skökku við, fyrir utan allt annað, að vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson standi utan vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Ögmundur sjálfur ekki þrýst á um endurkomu í ríkisstjórn; þeirri kröfu sé haldið á lofti af nánu samstarfsfólki hans í stjórnmálum. Ekki er frágengið hvaða aðrar breytingar verða á ríkisstjórninni. Óvíst er hvort hann sest aftur í sinn gamla stól í heilbrigðisráðuneytinu, en hann mun hafa hug á því. Alveg eins líklegt er að frekari breytingar verði og jafnvel stólaskipti. Þá er sú leið nefnd að utanþingsráðherrarnir víki og Ögmundur komi inn ásamt einhverjum frá Samfylkingunni. Þá er allt eins líklegt að verkefnaskrá stjórnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Ögmundur Jónasson varð heilbrigðisráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við völdum 1. febrúar í fyrra en sagði af sér embætti 30. september. Var það vegna óánægju með þróun Icesave-málsins og afarkosta, sem hann sagði að sér væru settir. Leit hann svo á að hann hefði verið rekinn. „Mér finnst ég ekki vera heppilegur kandídat að tala fyrir hönd ríkisstjórnar sem nýverið hefur vísað mér á dyr," sagði Ögmundur við Fréttablaðið eftir að hann hafði fáum dögum eftir afsögn hafnað því að tala í þingumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur veikari eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag og þarf að eflast eigi hún að geta tekist á við mörg brýn og aðkallandi verkefni. Augljósasta og jafnframt besta leiðin til að styrkja stjórnina er að Ögmundur Jónasson verði ráðherra á ný. Líklegast verður það samhliða öðrum breytingum. Þetta er álit nokkurra viðmælenda Fréttablaðsins í þingliðum Samfylkingarinnar og VG. Herma heimildir að áform um endurkomu Ögmundar séu í smíðum og að hann muni að líkindum setjast í stjórnina fljótlega eftir páska. Þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var við sögðu að ríkisstjórnin væri í raun þriggja flokka stjórn. Það væri ófært og liður í að sameina þingflokk VG væri að gera Ögmund að ráðherra. Í „órólegu deildinni" í VG er sagt að það skjóti skökku við, fyrir utan allt annað, að vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson standi utan vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Ögmundur sjálfur ekki þrýst á um endurkomu í ríkisstjórn; þeirri kröfu sé haldið á lofti af nánu samstarfsfólki hans í stjórnmálum. Ekki er frágengið hvaða aðrar breytingar verða á ríkisstjórninni. Óvíst er hvort hann sest aftur í sinn gamla stól í heilbrigðisráðuneytinu, en hann mun hafa hug á því. Alveg eins líklegt er að frekari breytingar verði og jafnvel stólaskipti. Þá er sú leið nefnd að utanþingsráðherrarnir víki og Ögmundur komi inn ásamt einhverjum frá Samfylkingunni. Þá er allt eins líklegt að verkefnaskrá stjórnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Ögmundur Jónasson varð heilbrigðisráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við völdum 1. febrúar í fyrra en sagði af sér embætti 30. september. Var það vegna óánægju með þróun Icesave-málsins og afarkosta, sem hann sagði að sér væru settir. Leit hann svo á að hann hefði verið rekinn. „Mér finnst ég ekki vera heppilegur kandídat að tala fyrir hönd ríkisstjórnar sem nýverið hefur vísað mér á dyr," sagði Ögmundur við Fréttablaðið eftir að hann hafði fáum dögum eftir afsögn hafnað því að tala í þingumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira