Formúla 1

Ekki pressa á Mercedes vegna Schumachers

Nico Rosberg og Michael Schumacher keppa með Mercedes.
Nico Rosberg og Michael Schumacher keppa með Mercedes. Mynd: Getty Images

Nobert Haug hjá Mercedes segir að það sé engin sérstök pressa á liðinu, þó Michael Schumacher sé ökumaður þess.

"Ég tel ekkert sérstakt álag á mönnum. Við erum með sameiginleg markmið og reynum að smíða besta bílinn sem völ er á. Við sjáum hvað gerist og tilkoma Schumachers er góð fyrir íþróttina og Mercedes", sagði Haug í samtali við vefsetrið Autosport.

"Sagan er góð, þar sem Schumacher byrjaði að keppa með Mercedes, en það sem skiptir höfuðmáli er að við séum samkeppnisfærir. Það var sérstakt að sjá Schumacher keyrir Mercedes, 20 árum eftir að hann gerði það fyrst. Við erum enn ungir í anda og akstursíþróttir halda manni ungum. Við vorum keppinautar, en samherjar núna. Mér finnst það eðlilegt og jákvætt."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×