Innlent

Mannránið á Akureyri upplýst: Menn voru bara að fá sér

„Mannræninginn“ Kristófer á góðri stund með gínunni áður en henni var sleppt úr haldi.
„Mannræninginn“ Kristófer á góðri stund með gínunni áður en henni var sleppt úr haldi.

Gínuþjófnaðurinn á Akureyri sem Vísir sagði frá fyrr í dag hefur verið upplýstur. „Mannræningjarnir", Kristófer og Róbert höfðu samband við Vísi og lýstu ábyrgðinni á hendur sér. Þeir hafa nú komið japönsku gínunni, sem mun vera í eigu Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndaleiksstjóra, til lögreglunnar á Akureyri.

Þeir Kristófer og Róbert vilja ennfremur koma á framfæri afsökunarbeiðni til Friðriks og vona að eftirmálar verði ekki af málinu.

Aðspurður hvað þeim gekk til þegar gínunni var rænt segir Kristófer: „Menn voru bara að fá sér."


Tengdar fréttir

Rannsaka „mannrán“ á Akureyri

Lögreglan á Akureyri er enn engu nær um einskonar mannrán sem framið var á bílastæði í bænum í gærmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×